Jarðböðin við Mývatn færðu Umhyggju hálfa milljón í dag

Gunnar Atli Fríðuson framkvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mývatn afhenti í dag Rögnu K. Marinósdóttur framkvæmdastjóra Umhyggju – félagi langveikra barna 500.000 króna styrk.  

Við afhendinguna  sagði Gunnar Atli að fyrirtækið styrkti reglulega góð málefni og það væri þeim mikil ánægja að geta styrkt langveik börn á Íslandi og því hefði Umhyggja orðið fyrir valinu.  

Jarðböðin við Mývatn eru opin daglega, allt árið og þangað komu á síðast ári um 150.000 gestir til að njóta þess sem jarðböðin hafa á upp að bjóða.  Nánari upplýsingar um jarðböðin við Mývatn má finna hér á www.jardbodin.is

Umhyggja  færir  Gunnari Atla og Jarðböðunum við Mývatn sínar bestu þakkir.