Íslenska bútasaumsfélagið gefur langveikum börnum teppi

samankomin hjartveik börn ásamt foreldrum sínum, systkinum og ömmum. Ástæðan fyrir því að Umhyggja var heiðruð með heimsókn þessa merkisfólks var ákaflega ánægjuleg. Börnin voru komin til að velja sér gullfalleg bútasaumsteppi í boði Íslenska bútasaumsfélagsins. Er þetta í annað sinn sem félagið gefur teppi til langveikra barna innan aðildarfélaga Umhyggju. Skipta teppin orðið nokkrum tugum sem Bútasaumsfélagið hefur látið Umhyggju í té til handa langveikum börnum. Það sem gerir þessi teppi alveg einstök er að á hverju teppi er áletrun á þessa leið ”Teppi handa hetju”. Hugmyndin gengur út á það að barnið á að velja sér sjálft það teppi sem því líst best á, helst án aðstoðar mömmu og pabba. Væri barnið ekki fært um að velja sjálft s.s vegna fötlunar sinnar eða aldurs fórum við þá leið að biðja systkinin um hjálp, og unnu þau verkið af mikilli alvöru. Það liggur ljóst fyrir að félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu hafa lagt á sig gríðarlega vinnu við gerð þessara glæsilegu teppa og vill Umhyggja færa þeim bestu þakkir fyrir.

   

100_0098 100_0079 100_0083
100_0084 100_0087 100_0080
100_0090 100_0091 100_0106