Hlaupið fyrir Umhyggju

Þann 18. ágúst næstkomandi verður Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ræst. Einhver fjöldi hlaupa hyggst hlaupa til styrktar Umhyggju og hvetjum við ykkur til að styrkja þá á hlaupastyrkssíðunni. Meðal þeirra sem hlaupa fyrir Umhyggju er lið frá Boss búðinni, Kringlunni, en liðið hyggst hlaupa heilt maraþon í kjólum frá Bossbúðinni. Við fylgjumst spennt með þeim og öðrum hlaupagörpum og óskum þeim góðs gengis!