Forvarnarsamtökin Þú skiptir máli og Tónasmiðjan styrkja Umhyggju

Forvarnarsamtökin ÞÚ skiptir máli  og Tónasmiðjan skapandi starf fyrir ungt fólk hafa undanfarna tvo mánuði verið með forvarnar- og fjáröflunarverkefni í gangi til styrktar Umhyggju. Upphaflega stóð til að halda styrktartónleika í lok maí en vegna Covid-19 þurfti því miður að aflýsa þeim. Þau dóu þó ekki ráðalaus og fundu aðra leið til að rétta Umhyggju hjálparhönd, í gegnum framleiðslu og sölu á HETJU bolum. Alls söfnuðust heilar 333.000 krónur og var Umhyggju færður sá styrkur nú í vikunni.

Við erum ótrúlega þakklát. Þvílíkt framtak og seigla hjá þessum snillingum!