Erindi um mikilvægi andlegs stuðnings fyrir líkamlegan bata barna

Dagskrá:
Kl. 12.00
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ og prófessor í lyfjafræði býður gesti velkomna.

Kl. 12.10
Catherine Graindorge, prófessor í barnageðlækningum, flytur fyrirlestur.

Kl. 12.50
Fyrirspurnir og umræður.

Umræðum stjórnar Pétur Lúðvígsson, barnalæknir og sérfræðingur í taugalækningum barna.

Dr. Catherine Graindorge er prófessor í barnageðlæknisfræðum við Parísarháskóla, en starfar jafnframt sem sálgreinir í Frakklandi. Hún flytur erindið í tilefni af útkomu bókar sinnar sem hefur vakið mikið athygli á þessu ári: “Comprendre l´enfant malade. Du traumatisme à la restauration psychique” (Paris, 2005).

Fyrirlesturinn er öllum opinn og fagfólk og aðrir sem tengjast börnum og velferð þeirra eru hvattir til að sækja hann og taka virkan þátt í umræðum um þetta efni.

Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku, Torfi H. Tulinius túlkar yfir á íslensku.

Boðið verður upp á hádegishressingu að fyrirlestrinum loknum.

Actavis er stuðningsaðili þessa viðburðar.