Elko styrkir Umhyggju

Eyþór frá ELKO og Árný hjá Umhyggju við afhendingu jólaglaðningsins.
Eyþór frá ELKO og Árný hjá Umhyggju við afhendingu jólaglaðningsins.

Í dag, miðvikudaginn 18. desember, komu þau Auður og Eyþór starfsmenn ELKO með sannkallaðan jólaglaðning til Umhyggju. Um er að ræða þvottavél, þurrkara, örbylgjuofn, samlokugrill, hraðsuðuketil, kaffivél og brauðrist sem munu nýtast í nýrri íbúð Umhyggju, Pálínukoti við Kuggavog 15, sem tekin verður í notkun með vorinu. Það voru starfsmenn ELKO sem völdu málefnin sem styrkt eru þetta árið.

Við þökkum hjartanlega fyrir okkur!