Brúðhjón styrkja Umhyggju um 500.000 krónur

Laugardaginn 11. janúar gengu þau Smári Helgason og Hjördís Björk Garðarsdóttir í hjónaband. Þau afþökkuðu allar gjafir en buðu gestum þess í stað að leggja í sjóð til styrktar Umhyggju. Í dag færðu þau síðan Umhyggju kr.500.000.

Við þökkum brúðhjónunum innilega fyrir þetta frábæra framlag og óskum þeim hjartanlega til hamingju með hvort annað!