Allianz styrkir langveik börn um 500 þúsund kr.

Það hefur ávallt verið markmið Allianz að láta gott af sér leiða í þeim þjóðlöndum þar sem þeir starfa. Allianz er stærsta tryggingasamsteypa veraldar með starfsemi í 77 löndum. 

Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum  hefur það að meginmarkmiði að styrkja og bæta hag fjölskyldna langveikra barna. Eitt af brýnustu málefnum Umhyggju hefur verið að auka rétt foreldra til launa í fjarveru frá vinnu vegna veikinda barna sinna. Nú er sá draumur í sjónmáli, þar sem ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að leggja fram frumvarp í haust um að  tryggja betur rétt foreldra til launa í fjarveru frá vinnu.  Styrktarsjóður Umhyggju hefur verið starfræktur í nokkur ár. Hlutverk hans er að styrkja fjölskyldur langveikra barna sem lenda í fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda barna sinna.  Umhyggja hefur lagt sitt að mörkum til að bæta þjónustuna við fjölskyldur barna með sérþarfir með aðkomu sinni að Sjónarhóli –ráðgjafamiðstöð. 

Umhyggja þakkar Allianz fyrir  framlag þeirra til handa langveikum börnum og fjölskyldum þeirra.