Actavis gerist aðalstyrktaraðili Umhyggju

Harpa Leifsdóttir, markaðsstjóri Actavis á Íslandi, segir að styrkurinn falli vel að stefnu fyrirtækisins um að styrkja verkefni sem tengist velferð barna sérstaklega. „Actavis er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki og styður af alúð við bakið á verkefnum á sviði lista, íþrótta og mannúðarmála. Má t.d. nefna stuðning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) og Sjónarhól, þjónustumiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir.“


Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir þetta samstarf þýðingarmikið fyrir félagið. „Það hefur lengi verið markmið Umhyggju að geta boðið félagsmönnum upp á sálfélagslega þjónustu,“ segir Ragna. „Með þessum stuðningi verður draumurinn loks að veruleika en þjónustan verður veitt innan veggja Sjónarhóls, sem er ráðgjafarstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. En síðast en ekki síst er mikilvægt að Umhyggja njóti stuðnings leiðandi fyrirtækis eins og Actavis.“


Actavis, sem er með höfuðstöðvar á Íslandi, starfar í 28 löndum í fimm heimsálfum og eru starfsmenn um sjö þúsund talsins.