Aðalfundur Umhyggju, framboð og skýrsla stjórnar

Við minnum á aðalfund Umhyggju sem haldinn verður þriðjudaginn 9. júní kl.17:00 á Grand Hótel Reykjavík. Við biðjum fólk að skrá sig svo áætla megi fjölda og vekjum auk þess athygli á skýrslu stjórnar sem finna má hér.

Tvö stjórnarsæti fagmanna eru laus og nú þegar framboðsfrestur er liðinn hafa borist eftirfarandi framboð:

1. Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun, taugateymi Barnaspítala Hringsins

2. Margrét Lilja Vilmundardóttir sem er að klára embættisnám við guðfræðideild HÍ og starfar í Víðistaðakirkju.