Umsókn um styrk

Foreldri sem hefur langveikt barn á framfæri sínu getur sótt um styrk úr styrktarsjóðnum enda eigi viðkomandi í fjárhagslegum erfiðleikum sem rekja má til veikinda barnsins. Skilyrði er að foreldrið sé  í einhverju af aðildarfélögum Umhyggju eða eigi beina félagsaðild að Umhyggju. Styrkjaupphæð 2025 er kr. 1.000.000.

  • Sækja má um tvisvar sinnum en 12 mánuðir þurfa að líða að lágmarki milli styrkveitinga. Ef um fleiri en eitt langveikt barn er að ræða gildir að aðeins er greiddur út einn styrkur í einu til fjölskyldu á hverju 12 mánaða tímabili. 
  • Athugið að til að hægt sé að afgreiða umsóknir þarf læknisvottorð sem er að hámarki ársgamalt að hafa borist. Í vottorðinu þarf að koma fram hvaða hamlandi áhrif sjúkdómur/fötlun barnsins hefur á daglegt líf þess og fjölskyldunnar.
  • Athugið að skertar tekjur sem eru tilkomnar vegna fæðingarorlofs uppfylla ekki forsendur sjóðsins til styrkveitingar.

Styrktarsjóðurinn gefur sér að hámarki 6 vikur til að yfirfara umsóknir eftir að öll gögn/vottorð hafa borist. Vottorðið þarf að berast í gegnum umsóknarformið eða beint á skrifstofu Umhyggju. 

 

almennur styrkur - umsóknarform

Ef já, vinsamlegast hlaðið upp afriti af umönnunarmati í lok umsóknar.
Ef já, vinsamlegast hlaðið upp staðfestingu frá TR í lok umsóknar.
Athugið: Ekki skal telja upp kostnað sem greiddur er af SÍ.
Athugið. Til að hægt sé að taka umsóknina fyrir þarf nýlegt læknisvottorð að liggja fyrir. Vinsamlegast merkið við hvort það sé hengt við umsókn eða verði sent í pósti.

Upplýsingar um inn á hvaða reikning skuli leggja styrkinn

Samþykki

Ég samþykki að Umhyggju sé heimilt að vinna persónuupplýsingar um mig og barn mitt með vísan til 10. gr. persónuverndarlaga nr. 90/2018 sbr. 6.-8. gr. reglugerðar (ESB) nr. 2016/679 

captcha