Systkinasmiðjan - grunnnámskeið 8-12 ára

Í lok apríl mun Umhyggja bjóða systkinum langveikra barna á aldrinum 8 til 12 ára á námskeið hjá Systkinasmiðjunni. Námskeiðið verður haldið dagana 30. apríl - 1. maí á Háaleitisbraut 13. Laugardagur kl.10.00 - 13.00 og sunnudagur kl.10.00 - 13.00.

Umhyggja niðurgreiðir námskeiðið að stórum hluta en kostnaður sem kemur í hlut hvers þátttakanda er kr.3500. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka forráðamanns eftir á skráning á sér stað.

Laus pláss á námskeiðinu eru 12.

Athugið: Fyrirhugað er framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa komið áður dagana 11. - 12. júní. Eins er fyrirhugað að búa til unglingahóp fyrir 13 - 15 ára og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við skrifstofu Umhyggju.