Vegna bólusetningar 12-15 ára langveikra barna gegn Covid-19

Í dag, laugardaginn 19. júní, eru listar þeirra barna á aldrinum 12-15 ára sem bólusetja á gegn Covid-19 á leið inn í kerfið til heilsugæslustöðvanna. Eftirfarandi upplýsingar hefur Landlæknisembættið beðið okkur um að koma áleiðis til að tryggja að boðin í bólusetningu gangi smurt fyrir sig:

Eitt sem fjölskyldurnar geta gert til að tryggja að boðin í bólusetningu berist örugglega er að fara í Heilsuveru og staðfesta að símanúmer forráðamanns sem getur tekið við sms boðinu sé skráð þar, bólusetningakerfið notar m.a. þau númer og fyrir börn er lítið annað hægt að nota.

Börn 15 ára og yngri verða að mæta með forráðamanni í bólusetninguna.

Notast er við skráningu á heilsugæslustöð til að raða fólki niður á landið í úttektinni úr kerfum landlæknis en það er lögheimili sem raðar fólki á lista barna sem kom frá Barnaspítalanum. Það er vonandi ekki mikill munur en ef fólk þarf að fá bólusetningu í öðru sveitarfélagi en það fær boð þá þarf að hafa samband við heilsugæsluna þar sem það er statt til að fá að vita hvenær það má koma. Ef upp koma vandamál varðandi þetta má hafa samband við Kamillu Jósefsdóttur hjá Landlæknisembættinu og fá staðsetningu bólusetningar í kerfinu fluttan,  kamilla@landlaeknir.is.