Umsóknarfrestur vegna orlofshúsa um jól og áramót er til 1. október

Umsóknarfrestur til að sækja um orlofshús  Umhyggju í Vaðlaborgum og Brekkuskógi yfir jól eða áramót rennur út 1. október næstkomandi.

Við hvetjum því alla sem hafa áhuga til að fylla út umsókn sem allra fyrst. Samkvæmt úthlutunarreglum er leigutímabilinu skipt í tvennt svo að sem flestir fái notið, þ.e. frá 23.-28. desember annars vegar, og 28. desember – 2. janúar hins vegar. Taka þarf fram í umsókninni um hvort tímabilið er sótt. Samkvæmt reglunum hafa fjölskyldur langveikra og hreyfihamlaðra barna forgang, og ganga þeir fyrir sem ekki fengu úthlutun árið á undan. Verð hvors tímabils fyrir sig er kr.25.000.