Umhyggjugjöf - gjafabréf til stuðnings fjölskyldum langveikra barna

Umhyggja býður nú upp á gjafabréf, svokallaða Umhyggjugjöf, en með því móti er hægt að styðja við fjölskyldur langveikra barna og gleðja viðtakandann um leið.

Í boði eru gjafabréf ætluð til jólagjafa og einnig gjafabréf sem hægt er að nýta við ýmis tækifæri. Hægt er að ganga frá kaupunum á vefsíðu Umhyggju, gjafabréfið er sent kaupanda í tölvupósti til útprentunar og greiðsuseðill berst svo í heimabankann.

Tilvalin jóla-, afmælis- eða tækifærisgjöf sem gefur áfram!