Umhyggja styrkt um 100.000 krónur

Í gær, mánudaginn 9. nóvember barst okkur hjá Umhyggju óvæntur styrkur að upphæð kr.100.000. Það var hún Ólöf Hallsdóttir, margra barna móðir, amma og langamma sem færði okkur þessa gjöf en um er að ræða ágóða af hjörtum með uppörvandi skilaboðum sem hún saumaði og seldi.

Við þökkum Ólöfu hjartanlega fyrir þetta frábæra framtak!