Toppi Everest náð með drauma langveikra barna

Rétt fyrir kl. 23 í kvöld, 23. maí, náðu þeir Sigurður Bjarni Sveinsson og Heimir Fannar Hallgrímsson toppi Mount Everest, en ferðin bar nafnið Með Umhyggju á Everest. Undanfarna mánuði hefur verið hægt að fylgjast með þeim á facebooksíðunni Með Umhyggju á Everest og á instagramsíðu Umhyggju @umhyggja.is

Everestfararnir hafa safnað saman draumum langveikra barna og nú hafa draumarnir náð hæsta tindi heims, Mount Everest. Að auki hafa þeir safnað áheitum til styrktar Umhyggju. 

Við hjá Umhyggju erum í sjöunda himni með þetta stórkostlega afrek þeirra Sigga og Heimis, erum að springa úr þakklæti og óskum þeim góða gengis á niðurleiðinni.