Team Rynkeby Ísland styrktaraðili Umhyggju

Við undirritun samnings Team Rynkeby Íslands og Umhyggju. Á myndinni eru Þórhallur Matthíasson og Guðmundur S. Jónsson úr stýrihóp Team Rynkeby Ísland, auk Árnýjar Ingvarsdóttur frá Umhyggju.
Við undirritun samnings Team Rynkeby Íslands og Umhyggju. Á myndinni eru Þórhallur Matthíasson og Guðmundur S. Jónsson úr stýrihóp Team Rynkeby Ísland, auk Árnýjar Ingvarsdóttur frá Umhyggju.

Team Rynkeby á Íslandi er komið í samstarf við Umhyggju - félag langveikra barna, en um er að ræða árlegan viðburð og fjáröflun þar sem lið frá mörgum löndum hjóla í þágu barna með langvinna sjúkdóma frá Danmörku til Parísar.

Team Rynkeby á Íslandi hefur stutt við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna undanfarin 5 ár með góðum árangri en nú hefur stýrihópur Team Rynkeby ákveðið að stuðningurinn renni til breiðari hóps. A.m.k. 80% fjárins sem safnast er eyrnamerkt rannsóknum á veikindum og meðferðum sem snerta langvinna sjúkdóma hjá börnum. Allir styrkir renna óskertir til söfnunarinnar.

Við hjá Umhyggju hlökkum mikið til samstarfsins og hvetjum ykkur öll til að fylgjast vel með á vefsíðu liðsins og á Team Rynkeby Ísland á Facebook, en liðið er nú þegar komið á fulla ferð bæði í fjármögnun og æfingum.