Systkinasmiðja á Akureyri 15.-16. október

Helgina 15.-16. október verða haldin tvö Systkinasmiðjunámskeið á Akureyri, ætluð systkinum langveikra barna, annars vegar 8-11 ára og hins vegar 12-14 ára.

Smiðjan fyrir yngri systkini (8-11 ára) verður haldin laugardaginn 15. október kl. 10 -13 og sunnudaginn 16. október frá kl. 10-13.

Smiðjan fyrir eldri systkini (12-14 ára) verður haldin laugardaginn 15. október kl. 14-16 og sunnudaginn 16. október kl. 14-16.

Umhyggja niðurgreiðir námskeiðin að stórum hluta en sá kostnaður sem kemur í hlut hvers þátttakanda er kr. 2000. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka forráðamanns eftir að skráning á sér stað.

Laus pláss á hvoru námskeiði fyrir sig eru 12.

Skráning hér