Sumargjöf frá Umhyggju

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegs sumars og færum ykkur í tilefni þess fallega sumargjöf. Markmiðið með sumargjöfinni er að gleðja börn og auka skilning á aðstæðum langveikra barna. Lag og texta Sólarlags Umhyggju samdi Ólafur Haukur Símonarson, útsetning og upptökustjórn var í höndum Jóns Ólafssonar en Kristján Kristjánsson (KK) syngur lagið ásamt barnakór. Sögugerð annaðist Sólveig Jónsdóttir.

Undanfarið ár hefur þjóðin öll fengið innsýn í veruleika margra langveikra barna og fjölskyldna þeirra sem búa sum hver alla ævi við strangar sóttvarnir, óháð Covid-19. Nú þegar veiran er vonandi á undanhaldi er mikilvægt að standa saman, en fjöldi langveikra barna og fjölskyldna þeirra hefur verið í endurtekinni varnarsóttkví allt síðasta árið. Hugsum til langveikra barna og styðjum við þau eins og við getum. Munum að ef við stöndum saman þá gengur allt betur.

Gleðilegt sumar!