Styrkur frá Lionsklúbbnum Fjörgyn í kjölfar stórtónleika

Halldór Runólfsson formaður Fjörgynjar og Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju við afhendingu styrktarfjárins.
Halldór Runólfsson formaður Fjörgynjar og Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju við afhendingu styrktarfjárins.

 Í nóvember síðastliðnum stóð Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir stórtónleikum í Grafarvogskirkju til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Einvala lið tónlistarmanna tróð þar upp og allur ágóði rann til málefnanna. Á dögunum var okkur hjá Umhyggju boðið á fund hjá klúbbnum þar sem félaginu voru færðar kr. 250.000 krónur sem er hluti þess sem safnaðist á tónleikunum.

Við erum Lionsklúbbnum Fjörgyn innilega þakklát fyrir frábært framtak og framlag sem kemur langveikum börnum sannarlega að góðum notum. Eins þökkum við þeim frábæru tónlistarmönnum sem fram komu innilega fyrir sitt framlag.