Umhyggjusamir einstaklingar eru bakhjarlar okkar hjá Styrktarsjóði Umhyggju, en markmið sjóðsins er að styðja fjárhagslega við foreldra langveikra barna. Við erum innilega þakklát þeim þúsundum Íslendinga sem styðja mánaðarlega við sjóðinn og gera okkur kleift að veita tugum milljóna í beinum fjárstuðningi til foreldra langveikra barna á hverju ári.
Við viljum vekja athygli á því að þessa dagana er átak í gangi á Akureyri þar sem verið er að safna Umhyggjusömum einstaklingum. Starfsmennirnir, þeir Halldór, Björgúlfur og Arnþór, eru með nafnspjöld og ættu að vera vel merktir Umhyggju.