Opið fyrir umsóknir orlofshúsa um páskana

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um úthlutun orlofshúsa Umhyggju fyrir páska 2021. Umsóknarfrestur er til 15. janúar

Til að sem flestir fái notið er páskaúthlutuninni skipt í tvennt, annars vegar frá föstudeginum 26. mars til miðvikudagsins 31. mars og hins vegar miðvikudeginum 31. mars til mánudagsins 5. apríl.

Fylla þarf út umsóknareyðublað þar sem tekið skal fram hvaða tímabili óskað er eftir sem fyrsta val. Reglur um úthlutun orlofshúsanna má sjá hér.