Fullt í Systkinasmiðjuna 5. - 7. nóvember

Nú er orðið fullt í Systkinasmiðjuna dagana 5.  -7. nóvember, en námskeiðið fer fram á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Systkinasmiðjan er ætluð 8 til 14 ára systkinum langveikra barna og er að mestu niðurgreidd af Umhyggju. Kostnaður sem þátttakendur greiða sjálfir er kr. 3500.

Hist verður föstudaginn 5. nóvember milli kl. 17.30 og 18.30, laugardaginn 6. nóvember milli kl. 11.00 og 14.00 og sunnudaginn 7. nóvember milli kl. 11.00 og 14.00.

Smiðjan er ætluð systkinum barna sem eru aðilar að Umhyggju eða aðildarfélögum Umhyggju.