Nýtt Umhyggjublað komið út

Þá er Umhyggjublað ársins 2021 komið út og er það aðgengilegt öllum hér á netinu.

Í blaðinu kennir ýmissa grasa; Everestfararnir segja ferðasöguna, Team Rynkeby kynnir sig, við heyrum frá Systkinasmiðjunni, birtum grein eftir Bjarna Atlason um nýjunar í erfðatækni og lækningum, Ragnheiður Sveinþórsdóttir segir okkur frá baráttu sinni við kerfið og Berglind Jensdóttir sálfræðingur Umhyggju skrifar hugleiðingu um sorgina.