Ný stjórn Umhyggju

Stjórn Umhyggju 2020-2021. Frá vinstri: Margrét Lilja Vilmundardóttir, Eva Hrönn Jónsdóttir, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Margrét Vala Marteinsdóttir og Guðrún Eygló Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Kristínu Jónu Grétarsdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur.
Stjórn Umhyggju 2020-2021. Frá vinstri: Margrét Lilja Vilmundardóttir, Eva Hrönn Jónsdóttir, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Margrét Vala Marteinsdóttir og Guðrún Eygló Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Kristínu Jónu Grétarsdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur.

Á aðalfundi Umhyggju þriðjudaginn 9. júní létu tveir af stjórnarmeðlimum Umhyggju, þau Regína Lilja Magnúsdóttir og Andrés Ragnarsson, af störfum. Í stað þeirra taka sæti í stjórn þær Guðrún Eygló Guðmundsdóttir sérfræðingur í hjúkrun barna og Margrét Lilja Vilmundardóttir sem lýkur innan skamms embættisprófi í guðfræði. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar og óskum nýrri stjórn gæfu og gengis á komandi stjórnarári.

Stjórn Umhyggju:

Margrét Vala Marteinsdóttir, áhugamaður og formaður

Eva Hrönn Jónsdóttir, foreldri og varaformaður

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, fagmaður og meðstjórnandi

Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, fagmaður og meðstjórnandi

Kristín Jóna Grétarsdóttir, foreldri og meðstjórnandi

Margrét Lilja Vilmundardóttir, fagmaður og ritari

Þórunn Guðmundsdóttir, foreldri og gjaldkeri