- Um félagið
- Fréttir
- Orlofshús
- Hafa samband
- Styrkja félagið
- Systkinasmiðjan - skráning framhald
Í vetur hafa nemendur 7. bekkjar í Árbæjarskóla skapað allskyns verk í fjöbreyttum smiðjum. Í staðinn fyrir að taka þau heim voru verkin seld og safnað í sjóð til að styrkja Umhyggju. Það safnaðist veglegur sjóður og á síðasta skóladegi annarinnar afhentu þau Umhyggju kr. 102.700.
Þau voru ekki í vafa þegar þau voru spurð að því af hverju þeim fannst mikilvægt að styrkja við börnin okkar í Umhyggju: ,,Okkur finnst mikilvægt að öll börn geti verið glöð og hamingjusöm”.
Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta frábæra framtak þessarra einstöku nemenda. Takk 7. bekkur í Árbæjarskóla fyrir að hugsa til Umhyggju og langveikra barna!
Símsvörun á skrifstofu: Alla virka daga milli 9 og 16. Viðtöl á skrifstofu eftir umtali.