Nemendur í 7. bekk í Árbæjarskóla styrkja Umhyggju

Á mynd með nemendahópnum eru umsjónakennarar þeirra sem héldu utan um söfnunina með þeim, þær Rakel Lúðvíksdóttir og Ása Jónsdóttir.
Á mynd með nemendahópnum eru umsjónakennarar þeirra sem héldu utan um söfnunina með þeim, þær Rakel Lúðvíksdóttir og Ása Jónsdóttir.

Í vetur hafa nemendur 7. bekkjar í Árbæjarskóla skapað allskyns verk í fjöbreyttum smiðjum. Í staðinn fyrir að taka þau heim voru verkin seld og safnað í sjóð til að styrkja Umhyggju. Það safnaðist veglegur sjóður og á síðasta skóladegi annarinnar afhentu þau Umhyggju kr. 102.700.

Þau voru ekki í vafa þegar þau voru spurð að því af hverju þeim fannst mikilvægt að styrkja við börnin okkar í Umhyggju: ,,Okkur finnst mikilvægt að öll börn geti verið glöð og hamingjusöm”.

Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta frábæra framtak þessarra einstöku nemenda. Takk 7. bekkur í Árbæjarskóla fyrir að hugsa til Umhyggju og langveikra barna!