Námskeið KVAN og Umhyggju fyrir 10-12 ára og 13-15 ára systkini

Í september mun Umhyggja í samstarfi við KVAN bjóða upp á námskeið fyrir 10-12 og 13-15 ára systkini langveikra barna. 

Námskeiðið er 8 skipti, 2,5-3 klst í senn og hefst annars vegar 17. september (10-12 ára) og 21. september (13-15 ára). Þar sem námskeiðsgjald er að langstærstum hluta greitt af Umhyggju er skráningargjald aðeins kr.7000.

Búið er að opna fyrir skráningar:

Skráning 10-12 ára

Skráning 13-15 ára