Markþjálfun hjá Umhyggju

Frá og með næstu viku mun Umhyggja bjóða foreldrum langveikra barna upp á niðurgreidd markjþálfunarviðtöl hjá Halldóru Hönnu Halldórsdóttur, markþjálfa, hjúkrunarfræðingi og móður langveiks drengs. Hvert viðtal kostar kr. 1800 og hægt er að sækja um á vefsíðu Umhyggju.

Um er að ræða tilraunaverkefni út maí og mun að tímabilinu loknu vera gerð þjónustukönnun meðal notenda.