Langveik eða fötluð börn á tímum Covid-19 faraldurs

Umhyggja, ásamt Greiningar-og ráðgjafarstöð ríkisins, Landssamtökunum Þroskahjálp og Einhverfusamtökunum, hefur sent frá sér grein er varðar fötluð og/eða langveik börn á tímum Covid-19 faraldurs. Er þar lagt til að sveitarfélög og aðrir þjónustuveitendur loki síður, eða stytti lokunartíma úrræða sinna í sumar, til að viðhalda færni barna sem á því þurfa að halda, og til að létta undir með viðvarandi þungu álagi á foreldra um þessar mundir. Einnig mætti tryggja börnum á grunnskólaaldri viðeigandi sumarúrræði og námskeið til að veita þeim kost á virkni og samfélagslegri þátttöku.

Greinina í heild má lesa hér.