Landsteymi um farsæld barna í skólum

Það er ánægjulegt að segja frá því að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sett á fót landsteymi um farsæld barna í skólum. Teyminu er ætlað að styðja við börn, foreldra og starfsfólk skóla þegar alvarleg mál koma upp. Um er að ræða miðlægt úrræði þar sem börn, foreldrar og starfsfólk skóla á öllum skólastigum geta fengið stuðning í erfiðum málum. Bóas Valdórsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Sjónarhóls leiðir teymið en gerður hefur verið samningur við Sjónarhól um stuðning við þetta verkefni. Umhyggja er eitt af stofnsamtökum Sjónarhóls en frá upphafi hefur markmið Sjónarhóls verið að styðja við fjölskyldur barna með stuðningsþarfir og reynslan hefur sýnt mikilvægi þess að samhæfa viðbrögð og úrræði til að koma á móts við þarfir barna og fjölskyldna þeirra. Starfsmenn Sjónarhóls munu því taka þátt í þessu mikilvæga verkefni um farsæld barna í skólum og vera partur af því að móta starfsemi teymisins.

Hér má lesa frétt stjórnarráðsins um stofnun landteymisins og hér má lesa frétt Sjónarhóls inn á facebook síðu félagsins.