Krakkarnir í Lindaskóla styrkja Umhyggju með áheitahlaupi

Árný hjá Umhyggju tekur við styrknum frá Maríu Guðnadóttur, íþróttakennara Lindaskóla.
Árný hjá Umhyggju tekur við styrknum frá Maríu Guðnadóttur, íþróttakennara Lindaskóla.

Í dag voru Umhyggju afhentar 212.000 krónur sem söfnuðust í áheitahlaupi sem krakkarnir í Lindaskóla í Kópavogi tóku þátt í. Verkefnið, sem er orðinn árviss viðburður, kalla þau Börn styrkja börn, en hlaupið kallast Lindaskólaspretturinn. Hringurinn er 1.25 kílómetrar og safna krakkarnir áheitum frá vinum og vandamönnum að upphæð 100 kr. fyrir hvern hlaupinn hring. Hlaupið er haldið á vordögum á ári hverju og allir í 1. - 9. bekk taka þátt.

Við hjá Umhyggju dáumst að þessum frábæru hlaupagörpum og erum hrærð yfir framtakinu. Takk Lindaskóli og takk duglegu hlauparar!