Jólakort og merkispjöld komin í sölu

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort fyrir jólin og nýtt ágóðann til góðra verka. Í ár renna allar tekjur StLO við sölu kortanna til Umhyggju.

Myndin sem prýðir jólakortið og merkispjöldin í ár er eftir Ara Sigurfinnsson en inni í kortinu er fallegt ljóð eftir Dag St. Ásgeirsson.

Ef smellt er á hlekkina má sjá uppsetningu og útlit jólakortsins og merkispjaldanna.

Kortin eru seld í pökkum með 10 kortum og 10 umslögum, verð á pakka er kr. 2000.
Merkispjöldin eru seld í pökkum með 12 spjöldum, verð á pakka er kr. 2000.

Hægt er að panta kort og merkispjöld á vefsíðu Umhyggju og sækja þau á Háaleitisbraut 13 eða fá þau heimsend.

panta kort / merkispjöld

Við erum afskaplega þakklát Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa og vonumst til þess að sem flestir fái að njóta þessara fallegu korta, hvort heldur er í hefðbundnu jólakorti eða utan á jólapakkanum.