Þann 11.07.sl. fór Flosi Valgeir Jakobsson úr Golfklúbbi Bolungarvíkur holu í höggi á 16 braut Tungudalsvallar í golfmóti Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. en samkvæmt hefð fær kylfingur sem tekur þátt í mótum hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu hf. og afrekar að slá holu í höggi, að ánafna til félags eða félagasamtaka 100.000 kr. fyrir afrekið.
Flosi Valgeir ákvað að Umhyggja félag langveikra barna fengi þann heiður að njóta afreksins í þetta sinn. Innilegar þakkir kæri Flosi fyrir að vilja styrkja starf Umhyggju í þágu langveikra barna og fjölskyldna þeirra og sömuleiðis innilegar þakkir til Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. fyrir þetta dýrmæta framtak.
Meðfylgjandi er mynd af Flosa við 16 holu á Tungudalsvelli.