Golfklúbbur Leynis á Akranesi og Skipavík styrkja Umhyggju

Dagana 7.- 10. júlí síðastliðinn fór fram Meistaramót Golfklúbbsins Leynis á Akranesi og ákváðu þeir að árangurstengja spilamennskuna. Nutu þeir mikillar góðvildar frá fyrirtækinu Skipavík í Stykkishólmi sem lagði til 500 kr. fyrir alla fugla (birdie) sem náðust í mótinu og skyldi upphæðin renna óskipt til Umhyggju – félags langveikra barna. Alls náðust 239 fuglar yfir þessa 4 daga sem gerir 119.500 kr. Skipavík bætti um betur og ákvað að hafa upphæðina 150.000 kr. Á lokahófi mótsins mætti Halldóra Hanna Halldórsdóttir, markþjálfi Umhyggju, og veitti velgjörningi Skipavíkur móttöku.

Á myndini má sjá þar sem Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Leynis afhenti Halldóru Hönnu styrkinn.

Við þökkum Golfklúbbnum Leyni og Skipvík innilega fyrir frábært framtak!