Elko gefur jólagjöf í orlofshús Umhyggju

Í dag komu starfsmenn frá Elko færandi hendi með þrjár Nintendo Switch leikjatölvur, auk aukahluta og fjölskylduvænna leikja. Mun þetta framvegis gleðja unga sem aldna gesti orlofshúsa Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum, sem og í íbúð félagsins í Kuggavogi.

Við þökkum Elko innilega fyrir þessa frábæru jólagjöf sem á sannarlega eftir að kalla fram bros hjá þeim mikla fjölda gesta úr röðum fjölskyldna langveikra barna sem heimsækja húsin á hverju ári.