Desemberuppbót í höfn fyrir foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna á foreldragreiðslum

Fyrr í mánuðinum sendi Umhyggja frá sér áskorun til félagsmálaráðherra þess efnis að foreldrar langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur fengju desemberuppbót. Þetta er fimmta árið í röð sem félagið sendir slíka áskorun frá sér og hafa þær allar borið árangur. 

Við fögnum þessum áfanga en nánar er hægt að lesa um desemberuppbótina í tilkynningu frá ráðuneytinu.