Bólusetning 12-15 ára langveikra barna í áhættuhópi verður á fimmtudaginn, 24. júní

Langveik börn á aldrinum 12-15 ára á höfuðborgarsvæðinu sem eru í áhættuhóp vegna Covid-19 verða boðuð í Pfizer bólusetningu á fimmtudag í þessari viku. Við hvetjum alla foreldra sem þetta á við til að skoða Heilsuveru vel því fá barnanna eru með skráð símanúmer.

Ef einhverjir í hópnum fær ekki boð og/eða er sagt að barnið sé ekki á lista, þá er best að biðja viðkomandi heilsugæslu að skoða sjúkraskrá (t.d. í Heilsugátt) og bæta viðkomandi barni á lista ef talið er viðeigandi.