Á www.mbl.is í dag birtist frétt þar sem m.a var rætt við Rögnu K. Marinósdóttur framkvæmdastjóra Umhyggju um læknaverkfallið.
Þar segir hún m.a:
" Það sem við höfum kannski helst heyrt í hópi okkar skjólstæðinga, sem eru foreldrar langveikra barna, eru gríðarlegar áhyggjur af því hvað það eru fáir læknar eftir. Það er þar sem við finnum fyrir því að foreldrar eru óöruggir og ef eitthvað kemur uppá þá er læknirinn minn kannski bara í útlöndum og kemur ekki fyrr en eftir þrjár vikur og það er einhver annar sem þarf að taka þetta að sér á meðan. Þannig að það gætir óöryggis meðal foreldra sem eiga þessi mikið veiku börn sem eru mjög háð þjónustu barnaspítalans,“
Hér er hægt að lesa viðtalið í heild sinni.