Umsókn um Masterclass-aðgang

UPPFÆRT: Því miður eru allir aðgangspassarnir búnir.

 

Nú getum við hjá Umhyggju í samstarfi við MasterClass (masterclass.com) boðið 50 foreldrum langveikra barna upp á ókeypis ársáskrift að streymisveitunni MasterClass þar sem margir af færustu fyrirlesurum, frumkvöðlum og kennurum heims miðla af kunnáttu sinni og færni. Frábært tækifæri fyrir alla þá sem langar að kynna sér nýja hluti, fræðast og víkka sjóndeildarhringinn.

Þegar úthlutun liggur fyrir verður hverjum og einum sendur aðgangstengill.

Forgang hafa þeir foreldrar sem þiggja foreldragreiðslur og eru þ.a.l. utan almenns vinnumarkaðar og skóla. ATH: Ekki er skilyrði að gefa þær upplýsingar upp á umsóknareyðublaði heldur er eingöngu um valkost að ræða sem veitir forgang við úthlutun. Hér má jafnframt sjá persónuverndarskilmála Umhyggju.

Úthlutun hefst föstudaginn 8. apríl og stendur þar til allir passarnir eru gengnir út.

 Foreldrar á foreldragreiðslum sem eru utan vinnumarkaðar eða skóla fá forgang við úthlutun.
captcha