Það geta allir verið Umhyggjusamir

Ert þú Umhyggjusamur einstaklingur?  Vilt þú taka þátt í að styrkja langveik börn í baráttu sinni? Það hefur aldrei verið auðveldra en núna.  Þú ferð bara inna á www.umhyggjusamir.is, skráir þig og ákveður hvaða upphæð þú vilt greiða mánaðarlega til Styrktarsjóðs Umhyggju.  Ef þú ert ekki með aðgang að tölvu þá er þetta bara eitt símtal í síma 517 5858 og þú hefur bæst í hóp Umhyggjusamra einstaklinga.

Nú er rétt ár liðið frá því að átakið Umhyggjusamir einstaklingar fór í loftið, átak sem miðaði að því að byggja upp öfl­ug­an styrkt­ar­sjóð á veg­um Um­hyggju –
fé­lags til stuðnings lang­veik­um börn­um.

 „Kostnaðarþátt­taka al­menn­ings í heil­brigðisþjón­ustu hef­ur aldrei í sög­unni verið meiri en ein­mitt nú. Þess vegna er það mik­ill létt­ir fyr­ir lang­veik börn og fjöl­skyldur þeirra að vita til þess að til eru Um­hyggju­sam­ir ein­stak­ling­ar sem eru til­bún­ir að stuðla að vellíðan og von­andi bata hjá barni sem berst við lang­vinn veik­indi. Við von­umst því til að sjóður­inn verði sem öfl­ug­ast­ur fyr­ir lang­veik börn og fjöl­skyld­ur þeirra sem þurfa sann­ar­lega á aðstoð að halda. Nú þurfa all­ir að taka sam­an hönd­um því að sam­an get­um við gert lít­il krafta­verk á hverj­um degi,“ sagði Leif­ur Bárðarson, formaður Umhyggju, í frétt sem send var út í tilefni af upphafi átaksins. Það eru orð að sönnu enn í dag.

Stefnan sett á 5000 fyrir árslok 2014

Árni Zophaníasson frá Miðlun, sem heldur utan um verkefnið, segir að það sé einstaklega ánægjulegt að koma að þessu verkefni. „Við höfðum komið að sambærilegum verkefnum fyrir önnur félög og töldum að það væri tækifæri fyrir Umhyggju að safna Um­hyggju­söm­um ein­stak­ling­um – fólki sem greiðir mánaðarlegt fram­lag í styrkt­ar­sjóðinn – og ná þannig að efla styrktarsjóðinn sem stendur á bak við lang­veik börn og fjöl­skyld­ur þeirra,“  segir Árni. Hann bætir við að átakið hafi gengið mjög vel og að markmiðið sé að ná yfir 5000 einstaklingum fyrir árslok 2014.

Íslendingar eru sem betur fer duglegir að styrkja góð málefni, fjölmargir eru heimsforeldrar, styrkja barnaþorp SOS eða ABC barnahjálp, Krabbameinsfélagið, Amnesty eða Rauða krossinn svo einhver félög séu nefnd. Kannanir sýna að um 40% landsmanna taka þátt í styrktarkerfum eins og Umhyggjusamir einstaklingar.

 „Það eru nokkrar leiðir til að gerast Umhyggjusamur einstaklingur, auðveldast er að fara bara á netið og ganga frá þessu þar eða hringja og ganga frá greiðslu. Allir sem gerast Umhyggjusamir einstaklingar fá sendan frá okkur reglulega tölvupóst með fréttum og tilkynningum og við notum samfélagsmiðlana, Facebook til að miðla áfram – þannig geta allir fylgst með starfinu okkar,“ segir Árni og vill þakka öllum þeim sem hafa gerst Umhyggjusamir einstaklingar og hvetur um leið fleiri til að bætast í hópinn.

Átak Um­hyggju­samra ein­stak­linga um að leggja Styrkt­ar­sjóði Um­hyggju lið hef­ur aldrei verið mik­il­væg­ara og um leið kær­komn­ara en ein­mitt nú.  Takk fyrir að vera Umhyggjusamur   umhyggjusemi þín getur stutt við bakið á þeim sem eiga um sárt að binda.