Um Sjónarhól

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir og er Umhyggja eitt af fjórum stofnfélögum þess. Stofnfélög Sjónarhóls ná yfir öll þau félög er starfa að málefnum barna með sérþarfir. 

Þau eru:

Sjónarhóll veitir faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna með sérþarfir, hvort sem þau eru með ADHD, fötluð, eða langveik. Sjónarhóll er miðpunktur þjónustu á þessu sviði, þekkingartorg þar sem hægt er að finna á einum stað yfirgripsmikla vitneskju og reynslu. Félagið er umboðsmaður fjölskyldna barna með sérþarfir; gætir að réttindum þeirra, eflir möguleika þeirra og veitir leiðsögn á leið til betra lífs.

Aðildarfélög Sjónarhóls starfa í sama húsnæði og Sjónarhóll að Háaleitisbraut 13. Með því er kominn grunnur að mjög öflugu starfi í þágu fjölskyldna barna með sérþarfir í landinu.

Sjá nánar um markmið og starfsemi Sjónarhóls á http://www.sjonarholl.net/