Tillögur að lagabreytingum

1. apr. 2019

Breyting á 9. gr.

Skýringar:

 1. Lengja þarf tímafrest varðandi boðun aðalfundar í 2. mgr. 9. gr. í fjórar vikur enda er ekki hægt að ætlast til þess að tillögum lagabreytingum sé skilað inn áður en fundur hefur verið boðaður líkt og núverandi lög gera ráð fyrir.
 2. Stytta þarf frest til þesss að skila inn tillögum að lagabreytingum í 3. mgr. 9. gr. úr mánuði í þrjár vikur fyrir aðalfund svo frestur til að skila tillögunum renni út eftir að aðalfundur hafi verið boðaður ólíkt núverandi fyrirkomulagi þar sem skila þarf inn tillögum að breytingum áður en aðalfundur hefur verðið boðaður.
 3. Undir 3. tl. 4. mgr. í 9 gr. skal taka út orðalag um tillögur stjórnar að stjórnarkjöri og setja í staðinn inn nöfn frambjóðenda og fyrir hvaða aðildarfélag þeir eru í framboði fyrir.
 4. Við 5. mgr. 9. gr. skal bæta inn að einungis þeir sem hafa verið tilnefndir með formlegum hætti af aðildarfélagi Umhyggju á þar tilgerðu eyðublaði geta boðið sig fram til stjórnar Umhyggju.
  1. Er nauðsynlegt að setja inn ákvæði um að einungis þeir sem hafa verið tilnefndir með formlegum hætti af aðildarfélagi Umhyggju á þar tilgerðu eyðublaði geta boðið sig fram til stjórnar Umhyggju til að tryggja að aðildarfélög Umhyggju hafi meiri áhrif á val stjórnarmanna, starfsemi félagsins og þau verkefni sem Umhyggja sinnir fyrir hönd aðildarfélaganna. Aðildarfélögin tilnefna þá fulltrúa foreldra, fagaðila og áhugamanns í stjórn. Aðildarfélögin tilnefna þá fulltrúa foreldra, fagaðila og áhugamanns í stjórn. Er þessi tillaga í samræmi við ákvæði 2. gr. laga Umhyggju um að hlutverk félagsins sé að um að gæta hagsmuna langveikra barna og fjölskyldna þeirra, eða með öðrum orðum félagsmanna aðildarfélaganna. Er því eðlilegt að aðildarfélögin hafi meiri áhrif á það hverjir veljast í stjórn UmhyggjuÞrátt fyrir þessar breytingar þá er ekkert því til fyrir stöðu að einstaklingar séu félagar í Umhyggju enda þurfa þeir sem bjóða sig fram í stjórn Umhyggju að vera sjálfir félagsmenn líkt og áður hefur verið, auk þess sem aðildarfélögin geta tilnefnt hér sem er í stjórn félagsins burtséð hvort hann er félagsmaður í aðildarfélaginu eða ekki. 

 

Núverandi orðalag 9. gr. Tillögur að breytingum- 9. gr.

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. 

Aðalfund skal halda eigi síðar en í maí ár hvert.

Til aðalfundar skal boða á tryggilegan hátt s.s. með tölvubréfi til félagsmanna og auglýsingu á heimasíðu félagasins og með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara og er hann þá lögmætur.

Tillögur um lagabreytingar skulu sendar stjórn a.m.k. mánuði fyrir aðalfund.

Stjórn Umhyggju skal birta eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfundinn á heimasíðu félagsins eftirtalin fundargögn:

1. Skýrslu stjórnar

2. Tillögur til lagabreytinga ef einhverjar eru

3. Tillögur stjórnar um stjórnarkjör

Tillögur um framboð til stjórnar skulu sendar stjórn Umhyggju eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfundinn.

 

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.

Aðalfund skal halda eigi síðar en í maí ár hvert. Til aðalfundar skal boða á tryggilegan hátt s.s. með tölvubréfi til félagsmanna og auglýsingu á heimasíðu félagasins og með a.m.k. fjögra vikna fyrirvara og er hann þá lögmætur.

Tillögur um lagabreytingar skulu sendar stjórn a.m.k. 3 vikum fyrir aðalfund.

Stjórn Umhyggju skal birta eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfundinn á heimasíðu félagsins eftirtalin fundargögn:

1. Skýrslu stjórnar

2. Tillögur til lagabreytinga ef einhverjar eru

3. Nöfn frambjóðenda og fyrir hvaða aðildarfélag þeir eru í framboði.

Tillögur um framboð til stjórnar skulu sendar stjórn Umhyggju eigi síðar en 8 dögum fyrir aðalfundinn. Einungis þeir sem hafa verið tilnefndir með formlegum hætti af aðildarfélagi Umhyggju á þar tilgerðu eyðublaði sem hægt er að nálgast á heimasíðu geta boðið sig fram til stjórnar Umhyggju. Eru tilnefningar ekki gildar nema frambjóðandi sé skuldlaus félagi í Umhyggju eða hafi gerst félagi a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund.

Hafi engar tillögur um framboð borist 7 dögum fyrir aðalfund skal stjórn finna til frambjóðendur.

 Breytingar á 11. gr.

Skýringar:

 1. Nauðsynlegt er að undirstrika að það sé í höndum fundarmanna að kjósa fundarstjóra og ritara aðalfundar svo það leik enginn vafi á því.
 2. Setja þarf inn í lögin að fundarmenn kjósi talningarmenn atkvæða og trúnaðarmanns félagsmanna sem fylgist með atkvæðagreiðslunni svo ávalt sé tryggt að allt fari rétt fram.
 3. Setja þarf inn ákvæði um að stjórnarformaður sé sérstaklega kosinn á aðalfundi. Er eðlilegt að aðildarfélög og félagsmenn geti haft áhrif á hver sé kosinn formaður.

Núverandi orðalag 11. gr. Tillögur að breytingum- 11. gr.

Þessi mál skulu tekin til meðferðar á aðalfundi:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins

2. Stjórn leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins

3. Kosning stjórnar

4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

5. Ákvörðun árgjalds

6. Lagabreytingar, ef einhverjar eru

7. Önnur mál

Afl atkvæða ræður úrslitum mála nema annars sé getið í lögum þess.

Þessi mál skulu tekin til meðferðar á aðalfundi:

1. Kosning fundarstjóra og ritara.

2. Kosning talningarmanna atkvæða og trúnaðarmanns félagsmanna sem fylgist með með atkvæðagreiðslunni.

3. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins

4. Stjórn leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins

5. Kosning stjórnar

6. Kosning stjórnarformanns.

7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

8. Ákvörðun árgjalds

9. Lagabreytingar, ef einhverjar eru

10. Önnur mál

Afl atkvæða ræður úrslitum mála nema annars sé getið í lögum þess.

Breyting á 12. gr.

Skýringar:

 1. Í samræmi við tillögu um breytingar á í 3. mgr. 9. gr. þarf að breyta ákvæði 12. Gr. á þann hátt að lagabreytingar skuli birtar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfundi á heimasíðu félagsins, sbr. 4. mgr. 9. gr. þessara laga.

Núverandi orðalag 12. gr. Tillögur að breytingum- 12. gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi þess. Lagabreytingar, ef einhverjar eru, skulu sendar út með fundarboði aðalfundar. Nái tillaga til lagabreytinga samþykki aukins meirihluta fundarmanna fær hún gildi. Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi þess. Lagabreytingar, ef einhverjar eru, skulu birtar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund á heimasíðu félagsins sbr. 4. mgr. 9. gr. þessara laga. Nái tillaga til lagabreytinga samþykki aukins meirihluta fundarmanna fær hún gildi.

Breytingar á 13. gr.

Skýringar:

 1. Lagt er til að sú breyting verði gerð á 1. Mgr. 13. Gr. að við það skuli miða að stjórn verði skipuð fjórum foreldrum langveikra barna, tveimur fagaðilum og einum áhugamanni um málefni langveikra barna. Er þessi tillaga í samræmi við ákvæði 2. gr. laga Umhyggju um að hlutverk félagsins sé að um að gæta hagsmuna félagsmanna aðildarfélaganna. Er því eðlilegt að aðildarfélögin hafi meiri áhrif á það hverjir veljast í stjórn Umhyggju og hvernig stjórnin sé samsett enda eiga engir meiri hagsmuna að gæta varðandi réttindi og aðbúnað langveikra barna en foreldarnir sjálfir.
 2. Í samræmi við tillögu að breytingu á 6. tl. 11. greinar um að kjósa eigi formann Umhyggju sér á aðalfundi þá skal sett inn í 3. Mgr. 13. gr. eftirfarandi: “Formaður skal kosinn sérstaklega á aðalfundi en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.”

Núverandi orðalag 13. gr. Tillögur að breytingum- 13. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þremur meðstjórnendum. Við það skal miðað að í stjórn sitji þrír foreldrar langveikra barna, þrír fagaðilar og einn sem telst til áhugamanna um málefni langveikra barna.

Formaður Umhyggju getur aldrei samtímis verið formaður aðildarfélags Umhyggju.

Kjörtímabil hvers stjórnarmanns skal vera tvö ár. Enginn stjórnarmaður skal sitja lengur en átta ár í stjórn félagsins. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þremur meðstjórnendum. Við það skal miðað að í stjórn sitji fjórir foreldrar langveikra barna, tveir fagaðilar og einn sem telst til áhugamanna um málefni langveikra barna.

Formaður Umhyggju getur aldrei samtímis verið formaður aðildarfélags Umhyggju.

Kjörtímabil hvers stjórnarmanns skal vera tvö ár. Enginn stjórnarmaður skal sitja lengur en átta ár í stjórn félagsins. Formaður skal kosinn sérstaklega á aðalfundi en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Breyting á 15. gr.

Skýringar:

 1. Nauðsynlegt er að skýra betur að það er hlutverk stjórnarformanns að boða fundi í 1. mgr. 15. gr.
 2. Einnig er mikilvægt að breyta ákvæði 1. mgr. 15. greinar á þann hátt að það þurfi einungis einn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri að óska eftir stjórnarfundi til að hann sé haldinn. Er það í samræmi við 2. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
 3. Til að skýra hlutverk hlutverk framkvæmdastjóra og hlutverk hans á stjórarfundum þá þar einnig að setja inn að “framkvæmdastjóri eigi á sæti á stjórnarfundum, þótt ekki sé hann stjórnarmaður og hafi þann þar umræðu- og tillögurétt, nema félagsstjórn ákveði annað í einstökum tilvikum.” Er það í samræmi við 2. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
 4. Að lokum þarf að setja inn ákvæði um að stjórn Umhyggju skuli setja sér starfsreglur þar sem nánar skal kveðið á um framkvæmd starfa stjórnarinnar og skuli þær birtar á heimasíðu félagsins. Er það í samræmi við 5. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
 5. Að 4. mgr. 15. gr. verði breytt á þann hátt að bætt verði við að aðildarfélög og félagsmenn skuli eiga aðgang að fundargerðarbók eða staðfestu afriti fundargerða á skrifstofu félagsins sbr. 6. Mgr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Þetta er gert til að aðildarfélög og félagsmenn geti betur fylgst með ákvörðunum stjórnar og afdrifum þeirra.

Núverandi orðalag 15. gr. Tillögur að breytingum- 15. gr.

Stjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti og að jafnaði með viku fyrirvara, ef unnt er. Stjórnarfundi skal halda eins oft og formaður telur nauðsynlegt en þó ekki sjaldnar en á tveggja mánaða fresti. Ennfremur skal halda stjórnarfund ef a.m.k. fjórir stjórnarmenn óska þess.

Stjórnarfundur er ályktunarfær ef fjórir stjórnarmenn sækja fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Nú eru atkvæði jöfn og ræður þá atkvæði formanns (varaformanns) úrslitum.

Formaður stjórnar fundum og varaformaður í forföllum hans.

Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar.

Stjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti og að jafnaði með viku fyrirvara, ef unnt er. Stjórnarformaður boðar fundi. Stjórnarfundi skal halda eins oft og formaður telur nauðsynlegt en þó ekki sjaldnar en á tveggja mánaða fresti. Ennfremur skal halda stjórnarfund ef a.m.k. einn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri óska þess.

Stjórnarfundur er ályktunarfær ef fjórir stjórnarmenn sækja fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Nú eru atkvæði jöfn og ræður þá atkvæði formanns (varaformanns) úrslitum.

Skal stjórn setja sér starfsreglur þar sem nánar skal kveðið á um framkvæmd starfa stjórnarinnar og skuli þær birtar á heimasíðu félagsins.

Formaður stjórnar fundum og varaformaður í forföllum hans.

Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar og skulu félagsmenn og aðildarfélög eiga aðgang að fundargerðarbók eða staðfestu afriti hennar á skrifstofufélagsins.

Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi en hefur ekki atkvæðisrétt