• Ragna-Roggurettir

Rögguréttir til styrktar Umhyggju

15. mar. 2019

Ragnheiður Ketlisdóttir, Ragga, stóð nýverið fyrir útgáfu bókarinnar Rögguréttir II sem hefur að geyma dýrindis uppskriftir og rennur allur ágóði sölunnar til Umhyggju. Árið 2015 kom út bókin Rögguréttir I,  og gaf hún af sér 700.000 krónur sem runnu beint til Umhyggju. Ekki nóg með að Ragga sé snillingur þegar kemur að uppskriftum, þá er hún líka framtakssöm með eindæmum og hefur í útgáfunni fengið allnokkur fyrirtæki með sér í lið svo ágóðinn renni óskertur til langveikra barna.

Nýja bókin hefur nú þegar gefið af sér heilar 1.300.000  krónur og var Umhyggju afhentur peningurinn nú á dögunum. 

Við eigum ekki til orð yfir þessu, annað en TAKK!