Áskorun Umhyggju vegna skarðabarna

29. apr. 2019

Í dag sendi Umhyggja frá sér áskorun á heilbrigðisráðherra, félags-og barnamálaráðherra auk allra alþingsmanna þar sem kallað var eftir því að tryggt yrði, eins fljótt og kostur er, að öll börn sem fæðast með skarð í gómi njóti lögbundinnar heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar.

Áskorunina má lesa í heild sinni hér , en einnig var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 .