Kynning á niðurstöðum úttektar Attentus - 19. mar. 2019

Nú liggja fyrir niðurstöður á úttekt á starfi Umhyggju sem gerð var af fyrirtækinu Attentus fyrir stjórn Umhyggju.

Lesa meira

Rögguréttir til styrktar Umhyggju - 15. mar. 2019

Ragna-Roggurettir

Ragnheiður Ketlisdóttir, Ragga, stóð nýverið fyrir útgáfu bókarinnar Rögguréttir II sem hefur að geyma dýrindis uppskriftir og rennur allur ágóði sölunnar til Umhyggju. Nýja bókin hefur nú þegar gefið af sér heilar 1.300.000 krónur og var Umhyggju afhentur peningurinn nú á dögunum. 

Lesa meira

Fyrirlestur um kvíða barna - upptaka - 15. mar. 2019

Fimmtudaginn 14. mars síðastliðinn bauð Umhyggja upp á fyrirlestur um kvíða barna með áherslu á systkini langveikra barna. Fyrirlesturinn var tekinn upp og hefur nú verið gerður aðgengilegur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum Umhyggju. Lesa meira

Aðalfundur Umhyggju 4. apríl kl.17:00 - 11. mar. 2019

Aðalfundur Umhyggju verður haldinn 4. apríl næstkomandi, kl.17.00, í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Tillögur að framboðum í stjórn Umhyggju skulu berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund, (28. mars í síðasta lagi) á skrifstofu Umhyggju, umhyggja@umhyggja.is og til formanns stjórnar Regina.Lilja.Magnusdottir@reykjavik.is

Lesa meira

Afhending Hetjuteppa 13. mars - 7. mar. 2019

Miðvikudaginn 13. mars verður afhending á svokölluðum Hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi miðvikudaginn 13. mars, á milli kl.16.30 og 17.30 í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð. 

Lesa meira

Fyrirlestur fyrir foreldra um kvíða barna - 4. mar. 2019

Fimmtudaginn 14. mars stendur Umhyggja fyrir erindi um kvíða barna ætlað foreldrum langveikra barna. Fyrirlesturinn verður kl.20 í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og skráning fer fram í gegnum tölvupóst, arny@umhyggja.is. Fyrirlesturinn er meðlimum aðildarfélaga að kostnaðarlausu.

Lesa meira

Opnunartími skrifstofu - 20. feb. 2019

Umhyggja er með fastan opnunartíma mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli kl. 10 og 14. Á þeim tímum er fólki velkomið að koma án þess að panta sérstaka viðtalstíma. Utan þess tíma er fyrirspurnum svarað í síma 5524242 eða í gegnum tölvupóst, info@umhyggja.is.

Lesa meira

Umhyggja fagnar reglugerðarbreytingu - 23. jan. 2019

Um árabil hefur hluti barna sem fæðast með skarð í gómi fallið utan greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannréttinga, sbr. túlkun Sjúkratryggingu Íslands á reglugerð nr. 451/2013, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar.

Lesa meira