Nýtt Umhyggjublað er komið á vefinn - 13. apr. 2016

"Mig langar að segja þér litla sögu. Einu sinni var lítill telpuhnokki. Hún var fyndin og skemmtileg, björt yfirlitum og hæfileikarík á mörgum sviðum. Hún var líka mjög heppin vegna þess að foreldrar hennar höfðu óskað sér að eignast hana í langan tíma og þegar hún fæddist var hún mikið elskuð. En þó svo að hún væri ósköp falleg lítil telpa sem svaf vel á nóttunni og var dugleg að borða þá var hún samt aðeins öðruvísi.“ Með þessu orðum hefst grein, eftir Elvu Dögg Hafberg Gunnarsdóttur, sem hefur fengið heitið Spegill, spegill og fjallar um sjálfsmynd langveikra barna en sjálf er Elva Dögg með Tourette. Lesa meira