Gleðileg jól - 23. des. 2015

Starfsfólk og stjórn Umhyggju sendir ykkur öllum óskir um gleðilega hátíð og farsælt komandi ár.

Lesa meira

Kærar þakkir - 17. des. 2015

Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar færðu í dag Umhyggju rúmar 300.000 kr. Upphæðinni var safnað í góðgerðarviku fyrirtækisins sem fram fór nú í desember. Lesa meira

Nýtt blað komið á vefinn - 30. nóv. 2015

"Í tilefni af afmælinu héldum við málþing undir yfirskriftinni Vitar- og völundarhús – vegferð fjölskyldna langveikra barna um þjónustukerfið, þar sem farið var yfir eitt og annað sem brennur á okkur og foreldrum langveikra barna. Fjölmargir sóttu málþingið og vil ég þakka fyrirlesurum fyrir frábær erindi og fundargestum fyrir góðar umræður. Þingið og umræðan þar er gott veganesti fyrir okkur inn í 36 starfsárið. Fyrir ykkur sem komust ekki á málþingið höfum við lagt stóran hluta blaðsins undir þau erindi sem þar voru flutt og er áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu sem þar er."

Lesa meira

Jólakort Umhyggju 2015 - 26. nóv. 2015

Við hjá Umhyggju höfum undanfarin ár fengið unga listamenn til liðs við okkur, listamenn sem hafa tengst Barnaspítalanum með einum eða öðrum hætti.Í ár er listamaðurinn okkar Þórdís Erla Ólafsdóttir. Hún er 11 ára nemandi í Selásskóla. Hún spilar handbolta með Fylki, æfir leiklist, spila á klarínett og er í skólahjómsveit Árbæjar og Breiðholts. Einnig er hún alveg frábær teiknari.

Lesa meira

Hönd í hönd í Lindakirkju með Kvennakór Kópavogs - til styrktar Umhyggju - 3. nóv. 2015

Fimmtudagskvöldið 5. nóvember kl. 20:00 stendur Kvennakór Kópavogs fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í Kópavogi. Tónleikarnir sem bera heitið Hönd í hönd eru árlegir tónleikar á vegum kórsins og hefur ágóði af miðasölu runnið óskipt til góðgerðamála af ýmsu tagi.

Lesa meira

Velheppnað málþing - 2. nóv. 2015

Fjölmargir sóttu málþingið, Vitar og Völundarhús – vegferð fjölskyldna langveikrabarna um þjónustukerfið sem haldið var sl. föstudag.  Umhyggja vill þakka  fyrirlesurum fyrir frábær erindi og fundargestum fyrir góðar umræður. Lesa meira

Vitar og völundarhús - dagskrá og skráning - 29. okt. 2015

Í tilefni af 35 ára afmæli Umhyggju nú í október hefur stjórn félagsins ákveðið að bjóða til málþings.Málþingið verður haldið þann 30. október á Hilton Nordica hefst kl. 14.00 og lýkur kl. 16.30. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar. Hér er hægt að sjá dagskrá og ská skrá sig á málþingið.

Lesa meira

Vitar og völundarhús - málþing 30.október 2015 - 28. okt. 2015

Ragna K. Marinósdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju segir að staða þjónustunnar við langveik börn sé áhyggjuefni. „ Rauði þráðurinn á málþinginu er þjónustan, þjónusta sveitarfélaganna við langveik börn og fjölskyldur þeirra. Yfirskriftin segir allt sem segja þarf, Vitar og völundarhús, en þannig er oft upplifun á vegferð fjölskyldna langveikra barna um þjónustukerfið.“ Lesa meira