Það geta allir verið Umhyggjusamir - 16. sep. 2014

Ert þú Umhyggjusamur einstaklingur?  Vilt þú taka þátt í að styrkja langveik börn í baráttu sinni? Það hefur aldrei verið auðveldra en núna.  Þú ferð bara inna á www.umhyggjusamir.is, skráir þig og ákveður hvaða upphæð þú vilt greiða mánaðarlega til Styrktarsjóðs Umhyggju.  Ef þú ert ekki með aðgang að tölvu þá er þetta bara eitt símtal í síma 517 5858 og þú hefur bæst í hóp Umhyggjusamra einstaklinga.

Lesa meira

Kærar þakkir fotbolti.net - 2. sep. 2014

Fótbolti.net stóð á dögunum fyrir keppni um bestu vítaskyttu Íslands.  Tæplega 200 manns tóku þátt en allur ágóði af keppninni rann til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum.

Lesa meira

Hefur þú komið í Brekkuskóg eða í Vaðlaborgir? - 1. sep. 2014

Félagsmenn Umhyggju hafa aðgang að tveimur glæsilegum orlofshúsum. Húsin eru staðsett í Brekkuskógi rétt fyrir austan Laugarvatn og í Vaðlaborgum við Akureyri. Húsin eru leigð út allt árið. Félagar í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem greitt hafa félagsgjöld, eiga rétt á að sækja um dvöl í húsunum.

Lesa meira