Jólablað Umhyggju - Og þannig týnist tíminn ... - 15. des. 2014

Þessi fallegu orð úr lagi eftir Bjartmar Guðlaugsson hafa fylgt mér í huganum núna svo misserum skiptir og ég hef velt því fyrir mér hvert tíminn hefur eiginlega farið. Það er einhvern veginn þannig að eftir því sem maður eldist þá líður þetta allt saman svo miklu hraðar og stundum er eins og maður hafi týnt dögunum, mánuðunum og allt í einu eru komin jól.

Lesa meira

„ Beikon gerir lífið betra“  - Umhyggja þakkar beikonbræðralaginu kærlega fyrir - 10. des. 2014

" Matarhátíðin Reykjavík Bacon Festival var haldin hátíðleg í fjórða skiptið á Skólavörðustíg í ágúst sl. Markmið hátíðarinnar er að gleðja, gera lífið betra og leggja verðugu málefni lið. Beikonbræðralaginu þykir því ánægjulegt að veita Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, aðalstyrk hátíðarinnar í ár upp á 2.5 milljónir króna."

Lesa meira

Viðtal við Rögnu framkvæmdastjóra Umhyggju á mbl.is - 3. nóv. 2014

" Það sem við höf­um kannski helst heyrt í hópi okk­ar skjól­stæðinga, sem eru for­eldr­ar lang­veikra barna, eru gríðarleg­ar áhyggj­ur af því hvað það eru fáir lækn­ar eft­ir. Það er þar sem við finn­um fyr­ir því að for­eldr­ar eru óör­ugg­ir og ef eitt­hvað kem­ur uppá þá er lækn­ir­inn minn kannski bara í út­lönd­um og kem­ur ekki fyrr en eft­ir þrjár vik­ur og það er ein­hver ann­ar sem þarf að taka þetta að sér á meðan. Þannig að það gæt­ir óör­ygg­is meðal for­eldra sem eiga þessi mikið veiku börn sem eru mjög háð þjón­ustu barna­spítal­ans,“ seg­ir hún í viðtali við mbl.is í dag.

Lesa meira

Styrktarsjóður Umhyggju - Rekstrarstjóri - 12. okt. 2014

Styrktarsjóður Umhyggju óskar eftir að ráða rekstrarstjóra til starfa. Hlutverk Styrktarsjóðs Umhyggju er að styrkja fjölskyldur sem orðið hafa fyrir verulegum fjárhagsörðuleikum vegna veikinda barna þeirra.

Lesa meira

Afþakkar gjafir og vísar á styrktarsjóð Umhyggju - 7. okt. 2014

Janus F. Guðlaugsson varði doktorsritgerð sína í menntavísindum við Íþrótta-,tómstunda- og þroskaþjálfadeild, Mennta vísindasviði Háskóla Íslands:„Fjölþætt heilsurækt: Leið að farsælli öldrun“ nú í loks september.  Af því tilefni ætlar hann að bjóða til fagnaðar þar sem hann afþakkar allar gjafir en bendir gestum sýnum á að hann vilji gjarnan að Umyggja, styrktarsjóður njóti í hans stað. Umhyggja þakkar fyrir sig og óskar Janusi til hamingju með doktorsvörnina. 

Lesa meira

Það geta allir verið Umhyggjusamir - 16. sep. 2014

Ert þú Umhyggjusamur einstaklingur?  Vilt þú taka þátt í að styrkja langveik börn í baráttu sinni? Það hefur aldrei verið auðveldra en núna.  Þú ferð bara inna á www.umhyggjusamir.is, skráir þig og ákveður hvaða upphæð þú vilt greiða mánaðarlega til Styrktarsjóðs Umhyggju.  Ef þú ert ekki með aðgang að tölvu þá er þetta bara eitt símtal í síma 517 5858 og þú hefur bæst í hóp Umhyggjusamra einstaklinga.

Lesa meira

Kærar þakkir fotbolti.net - 2. sep. 2014

Fótbolti.net stóð á dögunum fyrir keppni um bestu vítaskyttu Íslands.  Tæplega 200 manns tóku þátt en allur ágóði af keppninni rann til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum.

Lesa meira

Hefur þú komið í Brekkuskóg eða í Vaðlaborgir? - 1. sep. 2014

Félagsmenn Umhyggju hafa aðgang að tveimur glæsilegum orlofshúsum. Húsin eru staðsett í Brekkuskógi rétt fyrir austan Laugarvatn og í Vaðlaborgum við Akureyri. Húsin eru leigð út allt árið. Félagar í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem greitt hafa félagsgjöld, eiga rétt á að sækja um dvöl í húsunum.

Lesa meira